Ferð Í Hellisheiðarvirkjun
Við fórum saman úr áfanganum RVEE2AX05 (raunvísindi, eðlis- og efnafræði) að skoða Hellisheiðarvirkjun í september. Þegar við komum tók leiðsögumaður á móti okkur og fór með okkur um virkjunina.
Virkjunin var tekin í notkun 2006 en var fullkláruð 2010. Hún framleiðir 300 megavött af heitu vatni en 400 megawött af heitri gufu. Uppi í Hengli eru 57 borholur en 30 holur eru í notkun. Hinar 27 voru tilraunaborholur. Hellisheiðarvirkjun er næststærsta virkjun í heimi, en sú stærsta er í Kaliforníu.Virkjuninni er að mestu stjórnað með tölvu og eru um 20 manns sem að stjórna henni. Það vinna um 120 manns við virkjunina.
Hengill er háhitasvæði og á 1-2 kílómetradýpi er 250- 350 gráðu heitt vatn en 700 gráðu heit gufa. Til að bora holurnar eru notaðir sömu bora rog eru notaðir til að bora eftir olíu. Í virkjuninni eru 7 túrbínur og eru þær teknar í gegn og hreinsaðar á 5 ára fresti og tekur það tvær til tvær og hálfa viku með hverja. Virkjunin endurnýtir bæði vatn og gufu og er vatni dælt aftur í borholurnar eftir notkun. 87 gráðu heitt vatn er framleitt og flutt til Reykjavíkur. Einungis 2 gráður tapast á leiðinni vegan þess að utan á pípurnar er sett einangrun sem kallast Rock Wool en er samt ekki steinull. Pípurnar sjálfar eru úr trefjastáli. Hægt er að flytja 16000 tonn af vatni á klukkustund. Pípurnar sem að liggja undir Reykjavík eru um 3000 kílómetra langar.
Kvöldið áður en að ég fór að skoða virkjunina sagði ég 6 ára dóttur minni hvert ég væri að fara og þá sagði hún,, en mamma oj það er svo vond lykt”. Þannig að núna get ég gengið út úr virkjuninni margs fróðari og með ,,Vonda lykt” í nefinu.
Grein skrifuð af Kristrúnu Rós Kristmundsdóttur, nemanda. Kennari er Ronald Guðnason.
Á myndinni má sjá nemendur skoða líkan af túrbínu.