Gegn fordómum
03.04.2011
Umsjónartíminn 31. mars var á vegum Skólans í okkar höndum og var helgaður vakningu um fordóma. Farið var í gegnum myndasögu sem sýndi fordóma með gamansömum hætti, þótt undirtónninn væri vissulega alvarlegur. Þá var kallað eftir skýringum nemenda á hvað fordómar eru og rætt um ýmsa minnihlutahópa sem oft verða fyrir fordómum. Boðskapurinn var að hver og einn ber ábyrgð á að uppræta eigin fordóma og sporna gegn fordómum sem aðrir láta í ljós.
Almenn skilgreining á fordómum er svohljóðandi: Fordómar eru, samkvæmt orðanna hljóðan, það að dæma aðra fyrirfram. Með fordómum er alhæft um hegðun fólks eða hugarfar, oftast á neikvæðan hátt. Einnig eru þó til jákvæðir fordómar, t.d. að ákveðin frammistaða í íþróttum meðal þeldökkra sé skilyrt með erfðum. En þeir eiga þó eitt sameiginlegt með öðrum fordómum - þeir fjötra minnihlutahópa í stöðu sinni.