Harpa Rún í heimsókn
03.12.2019
Nemendur í kvennabókmenntum fengu skemmtilega heimsókn á dögunum. Harpa Rún Kristjánsdóttir skáld og fyrrum nemandi FSu hitti nemendur og spjallaði um lífið, tilveruna og hvernig á því stóð að hún byrjaði að skrifa. Hún sagði frá tilurð ljóðabókarinnar Eddu og ferlinu í kringum það að skrifa bók og gefa hana út. Harpa Rún hlaut einmitt bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar nú í haust fyrir bók sína og hefur sá heiður opnað henni margar dyr. Virkilega skemmtilegt var að hitta Hörpu Rún og höfðu nemendur og kennarar bæði gagn af og gaman.