Spjaldtölvugjöf
23.10.2018
Mánudaginn 15. október komu fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka færandi hendi. Þessi samtök gáfu nemendunum 22 sem eru í grunnnámi rafiðna og rafvirkjun, nýjar glæsilegar spjaldtölvur svo að nemendur geti nýtt Rafbókina, aðalnámsefnið í rafiðnum í námi sínu.
Mikil ánægja var meðal nemenda og kennara brautarinnar með þessa glæsilegu gjöf.
Við færum þessu gestum innilegar þakkir.