SVÍAR Í HEIMSÓKN

Vikuna 6. til 10. mars fékk FSu heimsókn frá Skövde í Svíþjóð. Þær Marion Garske, Carina Kvick og Helena Moberg sem eru kennarar í sænsku fyrir útlendinga, ensku og þýsku komu hingað í tengslum við Erasmus verkefni sem kallast Job Shadowing sem gerir kennurum kleift að heimsækja skóla í öðrum löndum og fylgjast með kennslu og eiga í samskiptum við fólk.

Tildrög þess að FSu varð fyrir valinu er að Marion var samstúdent Ægis Péturs Ellertssonar enskukennara við FSu í námi þeirra beggja við Háskólann í München fyrir meira en 30 árum síðan. Þær sænsku heimsóttu kennslustundir hjá Sigþrúði Harðardóttur og Sólveigu Sigmarsdóttur sem kenna báðar íslensku fyrir útlendinga og litu við í öðrum kennslustofum í hinum ýmsu fögum. Auk ráðrúm til skrafs og ráðagerða og skoðanaskipta við starfsmenn í skólanum áttu þær einnig lífleg samskipti við nemendur skólans. Þá fengu þær einnig að upplifa eins og best verður á kosið Gullna hringinn og norðurljósin svo fátt eitt sé nefnt. Gáfu þær dvölinni í FSu og á landinu afar góðan vitnisburð : - )

æpe / jöz