Valtýr Freyr náði 8. sæti
30.03.2011
Eins og sagt var frá í veffréttum í upphafi mánaðarins komst Valtýr Freyr Hlynsson nemandi við FSu í úrslitakeppni landskeppninnar í efnafræði. Þátttakendur í forkeppninni voru 115 talsins, úr sjö skólum. Úrslitakeppnin fór fram í Háskóla Íslands dagana 12. og 13. mars og tóku alls tólf nemendur þátt af þeim sextán sem fengu boð um að mæta. Valtýr Freyr stóð sig með prýði og endaði í 8. sæti. Valtýr Freyr segist afar ánægður með árangurinn en hann stefnir á háskólanám í efnafræði svo þessi reynsla á eflaust eftir að nýtast honum vel í framtíðinni. Til hamingju Valtýr Freyr.