Vorönn hefst
04.01.2013
Nú eru stundatöflur vegna vorannar 2013 aðgengilegar í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöldin.
Stundatöflur ásamt bókalistum verða afhentar mánudaginn 7. janúar kl. 9:00. Bóksalan verður opin þann dag.
Þann 7. janúar kl. 9:15 verður einnig gefinn kostur á töflubreytingum í stofu 208 fyrir þá sem nauðsynlega þurfa athugið að einungis er um þennan eina töflubreytingadag að ræða. Nemendur sæki númer á aðalskrifstofu.
Strætóferðir úr heimabyggð 7. janúar verða samkvæmt hefðbundinni tímatöflu.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 8. janúar.