947 í dagskóla
07.01.2011
Fyrsti kennarafundur vorannar 2011 var haldinn þriðjudaginn 4. janúar. Þar kom meðal annars fram að skráðir nemendur eru 947 í dagskóla, en auk þeirra eru 37 grunnskólanemar í námi í tengslum við FSu. Þrettán nemendur sem voru í 10. bekk fyrir áramót koma nú alveg yfir í FSu. Einna mestur vöxtur er í FSu á fangelsasviðinu, en á vegum skólans verður nú kennt á Litla-Hrauni og í Bitru, auk þess sem fjarkennsla verður á Kvíabryggju.