Aðgangur að Ordabok.is
01.09.2016
Nemendur yngri en 20 ára geta nú fengið frían aðgang heiman frá sér að orðabókum á vefnum ordabok.is. Tilboð þetta gildir til 15. september nk.
Þessar orðabækur eru í boði:
Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðabók
Stafsetningarorðabók
Dönsk-íslensk og íslensk-dönsk orðabók.
Farið er inn á slóðina http://www.ordabok.is og valin Fríáskrift. Skráðar eru inn lágmarksupplýsingar og tekur um eina mínútu að fá áskrift. Athugið að aðeins er hægt að virkja þennan aðgang heiman frá sér (ekki á skólanetinu).