Afmæli á Hrauninu

Örlygur skólameistari, ásamt þeim Önnu Fríðu Bjarnadóttur, náms- og starfsráðgjafa, og Ingis Ingasyni, kennslustjóra á Litla-Hrauni, þekktist boð forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni um að mæta í áttræðisafmæli stofnunarinnar sl. sunnudag.  
Flutti Örlygur þar örstutta kveðju frá FSu og gat um mikilvægi þess, að kostnaðarskipting milli dóms- og menntamálaráðuneytis varðandi skólahald á Litla-Hrauni kæmist sem fyrst á hreint, en hún hefur ekki verið skjalfest sl. 28 ár. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, ítrekaði mikilvægi skólastarfsins fyrir stofnunina.