Allir að kjósa FSu!
12.04.2012
Um þessar mundir standa yfir undanúrslit í Söngkeppni framhaldsskólanna, en að þessu sinni verður kosið á milli myndabanda frá skólunum 32 sem taka þátt, en 12 skólar komast í úrslitakeppnina sjálfa sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV laugardaginn 21. apríl. Þess vegna er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið kjósi atriði FSu svo að þau komist í úrslitaþáttinn! Hægt er að kjósa FSu með því að hringja í símanúmerið 9002008. Símaatkvæði gilda 50% á móti atkvæðum dómnefndar. Flytjendur eru: Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson, Daði Freyr Pétursson, Eva Þorfinnsdóttir og Anna Rut Arnardóttir. Áfram FSu!