ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT
Fjölbrautaskóli Suðurlands er virkur þátttakandi í verkefninu GRÆN SKREF en markmið þess er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í opinberum rekstri og efla umhverfisvitund starfsmanna. Þátttakan sjálf er fjármögnuð af umhverfisráðuneytinu en kostnaður hverrar stofnunar felst í því að skipta yfir í umhverfisvænni rekstur sem leiðir að lokum til sparnaðar og minni losunar á CO2. Verkefnið er kynnt sem einfalt og aðgengilegt á samnefndri vefsíðu og er skipt í sjö flokka. Sá fyrsti nefnist Miðlun og stjórnun þar sem meðal annars hugtakið grænt bókhald kemur fyrir. Annar nefnist Innkaup sem lýtur að umhverfisvænum innkaupum og lífrænt vottuðum vörum. Samgöngur er þriðji flokkurinn þar sem boðið er upp á samgöngusamninga við starfsfólk og að bílar gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagn og húshitun er fjórði flokkurinn og snýst um orkusparnað innanhúss. Fimmti felur í sér markvissa flokkun á sorpi. Sjötti um viðburði og fundi og sá sjöundi og síðasti um eldhús og kaffistofur þar sem draga skal úr matarsóun og nýta betur matvæli úr plönturíkinu.
Karl Hoffritz húsvörður FSu er verkefnastjóri Grænna skrefa en með honum starfar teymi stjórnenda og starfsmanna. Þrjú af þesum fimm skrefum eru þegar í húsi FSu og stefnt að því að ná því fjórða og fimmta fyrir áramót. Nýjasta viðbótin í framlagi FSu til grænna skrefa eru splunkuný kaup á fullbúnum rafmagnsbíl af Nissan gerð sem nýtist í margskonar þjónustu meðal annars á hestabraut þar sem nemendum er ekið í Votmúla, til daglegra erinda og á starfsbraut skólans svo eitthvað sé nefnt. Segja má að málsháttur gamla íslenska bændasamfélagsins. Að allt sé vænt sem vel er grænt hafi tekið sjálfbæra og óbensíndrifna stefnu í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
jöz.