Arna Dögg, Bergrún og Birta Rós sigra söngkeppni FSu
11.11.2016
Arna Dögg, Bergrún og Birta Rós flytja sigurlagið á söngkeppni FSu. Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Þær Arna Dögg Sturludóttir, Bergrún Gestsdóttir og Birta Rós Hlíðdal fóru með sigur af hólmi í Söngkeppni FSu sem haldin var í Iðu í gærkvöld. Tríóið söng lagið Don´t worry about me með Frances. Í öðru sæti var Sandra Ýr með lagið Dancing on my own og í þriðja sæti urðu þær Margrét Kristinsdóttir og Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir. Verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna hlutu dúóið Gabbarinn og Þórunn driftarinn, en þau fluttu lagið Kinky.
Keppnin var stórglæsileg að vanda, en salarkynni voru skreytt í anda hinna frægu Óskarsverðlauna.
Á myndinni má sjá sigurvegarana flytja sigurlagið. Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl