Bleikur dagur
31.10.2011
Starfsmenn og nemendur klæddust bleiku fimmtudaginn 20. október, októbermánuður er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Nokkrir starfsmenn tóku sig til og skreyttu Bollastaði, mötuneyti starfsmanna, hátt og lágt með bleikum tónum, boðið var upp á bleikar kökur og bleikt nammi. Almennt var góð þátttaka í átakinu og er þeim Agnesi Ósk Snorradóttur, Nönnu Þorláksdóttur, Sigríði Sigfúsdóttur og Ingu Magnúsdóttur þakkað fyrir gott framtak. Á myndinni má sjá Guðbjörgu Helgu Guðmundsdóttur, Ragnhildi E. Sigfúsdóttur og Huldu Finnlaugsdóttur stilla sér upp á bleikum degi.