Dagskrá nýnemadags 17. ágúst
Þriðjudagurinn 17. ágúst er svokallaður nýnemadagur í FSu.
Nýnemar (fæddir 2005) hitta þá umsjónarkennara sinn og fá kynningu á hinum ýmsu atriðum skólastarfsins.
Helmingur nýnema mætir kl. 08:30 og er til 10:30 og hinn helmingurinn mætir kl. 11:00 og er til kl. 13:00.
Nýnemar (fæddir 2005) og aðstandendur þeirra ættu að hafa fengið tölvupóst frá skólameistara þar sem kemur fram klukkan hvað viðkomandi nemendur eiga að mæta.
Dagskrá kynningar:
- lesið í gögn (kynning á Innu, stundatöflum, fjölbrautakerfið, og fleira)
- bókasafn (kynning á bókasafni og þjónustu þar)
- rölt (kynning á húsnæði skólans, Iða, Hamar, mötuneyti, skrifstofa)
- námsráðgjöf (kynning á þjónustu náms- og starfsráðgjafa)
- tölvukynning (nemendur fá skólalykilorð til að tengja Office365 og tölvupósti)