Erindi um framlag foreldra
Menntamálaráðuneytið og Heimili og skóli blésu til fundar vegna ákvæða í nýjum framhaldsskólalögum um foreldraráð í öllum framhaldsskólum. Markmið fundarins var að styrkja og efla foreldraráð í starfi. Fundurinn þótti vel heppnaður en um 80 manns sóttu hann. Þórunn Jóna Hauksdóttir, sviðsstjóri, var ein þeirra sem flutti erindi á fundinum. Erindið bar yfirskriftina "Framlag foreldra til stefnumótunar í lærdómssamfélagi" og fjallaði um mikilvægi þess að allt nærsamfélagið, þ.m.t. foreldrar, taki þátt í endurskoðun námsframboðs, en slík endurskoðun stendur nú yfir í F.Su sem og öðrum framhaldsskólum landsins. Í erindi sínu vitnaði hún m.a. til niðurstaðna könnunar sem hún gerði meðal skólanefndar F.Su, foreldraráðs F.Su og formanna fræðslu- og grunnskólanefnda á Suðurlandi. Þar kom fram vilji þessara aðila til að nærsamfélagið taki virkan þátt í stefnumótun í lærdómssamfélagi F.Su. Hvatti Þórunn Jóna foreldraráð framhaldsskóla til virkrar þátttöku í í lýðræðislegri umræðu um menntun barna sinna.