Fjölbreytt og fjölmennt á iðn- og starfsnámsdegi
30.09.2013
Fjöldi manns lagði leið sína á iðn- og starfsnámsdag FSu sem haldinn er á hverju hausti. Nemendum í 7.-10. bekk af öllu Suðurlandi var boðið að koma og kynna sér námsleiðir í iðn- og starfsnámi sem kenndar eru í FSu, en einnig voru aðilar frá Iðunni fræðslusetri, Landbúnaðarháskólanum og Rafiðnaðarsambandinu með kynningar.
Á myndunum má sjá nemendur af sjúkraliðabraut mæla gesti og gangandi og matreiðslumann að skera niður góðgæti handa gestum. Stefnt er að því að hefja kennslu í grunnnámi matartæknigreina í FSu næsta haust.