Formaður Félags framhaldsskólakennara í heimsókn
05.02.2019
Guðriður Arnardóttir, formaður Félags framhaldskólakennara,heimsótti skólann í liðinni viku og fundaði með kennurum. Með henni í för var Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur í vinnumati. Á fundinum var farið yfir stöðuna í kjaramálum og sagt frá vinnu varðandi samningsmarkmið fyrir komandi kjaraviðræður, trúnaðarmannamál, vinnumat, leyfismál og fleira.