Föstudagskveðja
05.10.2012
Á meðfylgjandi myndbandi syngur Fríða Hansen lagið Gee baby, ain't I good to you. Lagið er frá árinu 1929 og er samið af Andy Razaf og Don Redman. Margir hafa flutt þetta lag í gegnum tíðina og má nefna Dizzy ´Gillespie, Count Basie, Billie Holiday, Diana Krall o.fl. Lagið var einnig í bíómyndinni The Mask frá árinu 1994.
Fríða Hansen er einn af okkar efnilegu nemendum í FSu. Hún sækir einnig söngtíma hjá Tónsmiðju Suðurlands og stefnir á að ljúka miðstigsprófi í rytmískum söng í vor.