FSu stendur sig vel í BOXINU

Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram í Háskólanum í Reykjavík nú um helgina. Metþátt­taka var í Box­inu í ár, en alls tóku 29 lið frá 17 skól­um þátt í for­keppni sem hald­in var fyrr í mánuðinum. Átta lið komust áfram í aðal­keppn­ina þar á meðal lið FSu. Hin liðin komu frá Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, Flens­borg­ar­skóla, Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri, Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi, Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð og Mennta­skól­an­um við Sund.

Í úr­slit­un­um fóru fimm manna lið frá hverj­um skóla í gegn­um fjöl­breytta þrauta­braut sem reyndi á bæði á hug­vit og verklag. Liðin fóru á milli stöðva og fengu hálf­tíma til að leysa hverja þraut. Fyrirtækin sem útbjuggu og sáum um þrautirnar voru: Luxor, Jáverk, Radiant Games, Marel, Rafal, Mannvit, Ísloft og Kjörís.

Það var Menntaskólinn á Akureyri sem stóð uppi verðskuldað sem sigurvegari eftir útslitakeppna sem fram fór sl. laugardag í Háskólanum í Reykjavík en FSu hafnaði í 5. sæti. Þess má til gamans geta að aðeins skildu 6 stig 2.-5. sæti svo jafnt var þetta og réðust ekki úrslit fyrr en í lokaþraut. 

Í liði FSu voru þau Sverrir Heiðar Davíðsson, Halldóra Íris Magnúsdóttir, Anna Guðrún Þórðardóttir, Guðmundur Bjarnason og Þórir Gauti Pálsson. Þau stóðu sig firna vel, unnu m.a. með glæsibrag þraut sem snerist um að koma beinni sjónvarpsútsendingu í loftið með öllu tilheyrandi og hlutu sérstaka viðurkenningu frá Jáverk fyrir brúarsmíð. Ágústa Ragnarsdóttir, myndlistarkennari, hefur yfirumsjón með Boxinu fyrir hönd FSu.

Að Boxinu standa Sam­tök iðnaðar­ins, Há­skól­inn í Reykja­vík og Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema. Mark­miðið með Box­inu er að kynna og vekja áhuga nem­enda í fram­halds­skól­um á verk- og tækni­námi og fjöl­breytt­um störf­um í iðnaði.

Fleiri myndir úr Boxinu má finna á feisbúkksíðu skólans.