Gengið á Reykjafjall
19.01.2010
Útivistaráfanginn (ÍÞR 3Ú1) fór í fjallgöngu laugardaginn 16. janúar. Það voru 35 nemendur ásamt kennara og tveim hundum sem fóru í gönguna að þessu sinni. Gengið var á Reykjafjall við Hvergerði í ágætis veðri, rigningu og hægri golu. Farið var upp á fjallsbrún frá Garðyrkjuskólanum og niður Stórkonugil.