Gjöf afhent í bleiku boði
16.11.2018
Starfsfólk FSu tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins á bleikum degi í skólanum. Föstudaginn 26. október sl. hélt Krabbameinsfélag Árnessýslu Bleikt boð í Tryggvaskála. Við það tækifæri afhentu Kristjana Hrund Bárðardóttir og Eyrún Björg Magnúsdóttir, kennarar í FSu, formanni Krabbameinsfélags Árnessýslu, Svanhildi Ólafsdóttur peningagjöf fyrir hönd starfsfólks FSu.