Gleði - Gleði - Gleði
26.08.2014
Á þriðjudag, 26. ágúst var stuð og gleði í FSu á Gleðidegi. Nemendum var boðið í Iðu, íþróttahús þar sem hljómsveitin Kiriyama family hélt örtónleika. Því næst steig uppistandarinn og gleðigjafinn Þorsteinn Guðmundsson á svið og kitlaði hláturtaugar nemenda og starfsfólk. Eftir skemmtunina var boðið upp á grillaðar pylsur að góðum sið, en matreiðslan var í höndum starfsmanna. Gleðidagur er hluti af dagskrá í byrjun skólaárs sem hefur það að markmiði að bjóða nýja nemendur valkomna í skólann. Nemendafélag FSu heldur á næstunni busaball og busakvöldvöku til að heiðra og skemmta nýjum nemendum. Á myndunum má sjá brot af því besta, pylsustuð, tónleikar og grín. Myndina af Kiriyama family tók Björn Ingi Bjarnason.