Heimsókn í Héraðsdóm Suðurlands
09.11.2016
Nemendur í félagsfræði afbrota sem er kennd í fyrsta skipti í skólanum á þessari haustönn, hafa í vikunni kynnt sér ýmislegt varðandi afbrot á Suðurlandi. Síðastliðinn þriðjudag fór hópurinn í vettvangsheimsókn í Héraðsdóm Suðurlands og fékk að skoða dómssal og kynna sér meðferð sakamála. Sólveig Ingadóttir tók á móti hópnum og fræddi hann meðal annars um fjölda mála, málsmeðferðir og refsiramma sakamála. Í dag, fimmtudag kom Elís Kjartansson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurlandi í kennslustund og spjallaði við nemendur um rannsóknarferla, sakamál og störf rannsóknarlögreglunnar á Suðurlandi. Kennari er María Ben Ólafsdóttir.