Hjólatúr starfsmannafélags
25.04.2010
Laugardaginn 24. apríl var farið í hjólatúr á vegum Starfsmannafélags FSu. Lagt var upp frá Odda kl. 14 og haldið sem leið lá að Austur-Meðalholtum, en þar er einn fárra torfbæja á landinu og unnið að uppbyggingu miðstöðvar fyrir þessa íslensku byggingarhefð. Staðarhaldararnir Hannes Lárusson og Kristín Magnúsdóttir tóku á móti hópnum og fræddu um torfbæjarhefðina og uppbygginguna á staðnum síðustu 24 árin. Var merkilegt að kynnast starfi þessa stórhuga hugsjónafólks.