Jólakaffi og stemning
01.12.2017
Desember byrjar með jólakósíheitum hjá starfsfólki FSu. Kaffistofa kennara hefur verið skreytt hátt og lágt af starfsmönnum fæddum í nóvember og desember, en sömu starfsmenn buðu upp á jólakaffihlaðborð í byrjun mánaðarins. Starfsfólk skrifstofu skólans sem og mötuneytis er einnig í jólastuði og hefur skreytt allt hjá sér. Sú skemmtilega hefð hefur skapast að starfsfólk hefur tekið að sér að búa til kósístemingu á kaffistofunni í hverjum mánuði og sjá þá þeir sem eru fæddir í viðkomandi mánuði um kaffið hverju sinni.