Kennari klipptur

HÁR1S2/HÁR3S2  er skemmtilegur valáfangi  þar sem hárgreiðsla og annað tengt úliti er aðalmálið.  Í vetur ætla nemendur að velja einn kennara í mánuð og breyta úliti hans. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist mikilvægi þess að klipping hæfi andlitsfalli viðkomandi og að valinn litatónn hæfi húðlit. Kennarinn framkvæmir gjörninginn en nemendur aðstoða og koma með hugmyndir.  
 
Hér kynnum við Ægi Pétur Ellertsson enskukennara. Hann fékk klippingu og sólarstrípur sem eru mjög sniðugar á þessum tíma árs til að fríska upp á hárið og gefa húðinni ljóma. Myndirnar sýna hann fyrir og eftir að hann fékk klippingu.