Kórinn með stórtónleika

Fimmtudagskvöldið 21. maí er kór Fjölbrautaskóla Suðurlands með stórtónleika  ásamt hljómsveitinni Karma. Tónleikarnir eru haldnir í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í samvinnu við hátíðina Vor í Árborg.
   Dagskráin samanstendur af lögum eftir Gunnar Þórðarson en hann mun heiðra okkur með nærveru sinni og jafnvel kemur ein stjarna til viðbótar og tekur þátt í tónleikunum.

Gunnar Þórðarson er klárlega einn af okkar merkilegri dægurlagahöfundum og hefur hann samið ógrynni laga sem hafa flest orðið vinsæl meðal landsmanna.  Meðal laga sem flutt verða á tónleikunum eru:  Heyrðu mig góða, Lífsgleði, Akstur á undarlegum vegi, Ástarsæla og Er hann birtist.  Öll þessi lög hafa á einhverju tímaskeiði orðið vinsæl og fengið spilun í útvarpi landsmanna.

Kórinn er búinn að æfa þétt frá því að eftirminnilegir Queen tónleikar voru haldnir í Reykjavík fyrr í vor og er ljóst að það er mikill áhugi meðal kórfélaga að fást við íslenska tónlist, og ekki síður spennandi að fá að vinna með úrvalshljómsveit eins og Karma er undir forystu Labba.

Við hvetjum alla til þess að mæta því þetta verður einstök upplifun!

Aðgangseyrir:
2.500.- við inngang
2.000.- í forsölu (forsala hefst fljótlega)
Ókeypis fyrir 16 ára og yngri í fylgd fullorðinna