Lífsleikniferð í höfuðstaðinn
01.04.2011
Menningarferð í Lífsleikni var farin fimmtudaginn 31. mars. Um 120 nemendur voru í för og 8 kennarar. Að venju var farið í höfuðstaðinn þar sem Alþing var heimsótt, Listasafn Íslands og Reykjavíkur (Hafnarhús), Þjóðmenningarhúsið og musteri Mammons í Kringlunni. Um kvöldið fór hópurinn í Borgarleikhúsið á hið margverðlaunaða leikrit Fjölskylduna. Ferðin gekk vel og allir voru sjálfum sér og skólanum til sóma.