Limbódans og söngkeppni
14.11.2012
Á morgun fimmtudaginn 15. nóvember stendur mikið til hjá Nemendafélagi FSu, en þá verður haldin söngkeppni skólans. Mikið er lagt í undirbúning keppninnar eins og venjulega, en rúmlega 700 manns mæta að jafnaði á þennan viðburð. Keppnin fer fram í Iðu, en þemað að þessu sinni eru kvikmyndir.
Nemendum og kennurum gafst kostur á að reyna við sig í limbódansi í hádegishléinu í dag og freista þess að vinna sér inn miða á keppnina. Ekki liggur fyrir hver vann, en margir spreyttu sig við dansinn eins og myndirnar sýna.
Söngkeppnin hefst á morgun, fimmtudag kl.20. Húsið opnar kl. 19.15. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NFSu.