Ljósmyndamaraþon

Ljósmyndamaraþon var haldið á Kátum dögum eins og undanfarin ár. Að þessu sinni tóku 22 lið (55 nemendur) þátt í keppninni en 19 lið skiluðu inn myndum. 

Dómnefnd dæmdi bestu myndaseríuna og bestu myndir í hverjum flokki. Verðlaun voru veitt fyrir bestu myndaseríuna og þau afhent eftir Flóafárið. Hópurinn DEA sigraði, en hann skipuðu þær Kristey Bríet Gísladóttir, Berglind Jónsdóttir og Elsie Kristinsdóttir. 

Örn Óskarsson hafði umsjón með keppninni eins og undanfarna áratugi.