Málþing um heilsueflandi samfélag
Í liðinni viku var haldið málþing á vegum Landlæknisembættisisns um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Þangað mættu fulltrúar sveitafélaganna og allra skólastiga á Suðurlandi. Flutt voru erindi um heilsueflandi samfélag, lýðheilsuvísa og lýðheilsumat, heilsu og líðan ungmenna og Hlutverk heilsugæslu í Heilsueflandi samfélagi. Því næst var hópavinna í vinnustofum þar sem rætt var um heilsueflingu.
Heilsueflandi samfélag er í raun með svipuðu sniði og verkefnið um Heilsueflandi framhaldsskóla, en er víðtækari og eru þá teknir inn fleiri þættir í umhverfinu sem þarfa að aðlaga eins og til dæmis göngustígar, aðbúnaður í víðum skilningi, aðgengi að hollustu og vatni, og ekki síður geðrænir þættir sem hafa áhrif á fólk í umhverfinu. Samtal, samskipti og fleira sem hefur bein áhrif á andlega líðan.
Umræður vorum mjög góðar en bæði var rætt um málefnið á hverju skólastigi fyrir sig og í hverju sveitafélagi fyrir sig. Fólk var almennt áhugasamt um verkefnið Heilsueflandi samfélag og greinilegt er að ýmislegt er nú þegar vel gert í þeim efnum. Þessi viðbót væri kærkomin til að hlúa enn betur að heilsu Sunnlendinga.