Nemar í heimsókn
25.03.2010
Tveir þroskaþjálfanemar hafa heimsótt skólann síðastliðnar tvær vikur. Nemarnir hafa kynnt sér starfsemi starfsbrautarinnar í FSu og tekið þátt í starfi hennar. Þau heita Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir sem er á öðru ári í náminu og Gunnar Sigfús Jónsson sem er á fyrsta ári. Á myndinni er Gunnar Sigfús með nemum af starfsbraut.