Neysla og umbúðir verkefni í félagsfræði þróunarlanda
Nemendur í FÉL313 voru fyrir nokkru með verkefni sem sneri að neysluvenjum Íslendinga. Nemendur þurftu að safna og halda til haga öllum umbúðum sem tengdust einkaneyslu þeirra, t.d.; nammibréfum, gosflöskum, svalafernum, samlokubréfum, frönskupokum, utan af grænmeti eða sætabrauði og svo framvegis. Nemendur komu með umbúðirnar í tíma og skoðuðu fjölda, magn og upppruna þeirra og veltu fyrir sér muni á neyslu vestrænna þjóða og þróunarlanda. Nemendur þurftu einnig að skoða; hversu mikið heimili nota af tekjum sínum til venjulegrar matarneyslu, hversu mikið er endurunnið af umbúðaefni, hversu mikið framboð af helstu fæðuflokkum var áríð 1990 og aftur 2010 og hversu mikið meðalmanneskja hendir af úrgangi á ári.
Tilgangurinn með þessu var að auka vitund nemenda á ójafnvægi framboðs á neysluvörum í heiminum og sýna fram á hversu margt það sem okkur finnst rusl getur verið fjársóður fyrir aðra. Það komu mörg skemmtileg verkefni frá nemendum með niðurstöðum sem komu þeim jafnvel á óvart.
{youtube}https://www.youtube.com/watch?v=pISKyVgSbi0{/youtube}
Meðfylgjandi er mynd af nemendum að vinna með „ruslið“ í tímum og myndband sem einn hópurinn gerði sem rannsóknarverkefni. Í miðrými Odda má svo sjá listaverk sem tveir hópanna unnur úr umbúðunum.