Nordplus frumkvöðlaverkefni
Leitað er að nemendum til að taka þátt í norrænu verkefni sem tengist frumkvöðlastarfi, tækni og sjálfbærni, sérstaklega í ferðamennsku. Þetta er 2 ára verkefni og því geta aðeins nemendur sem útskrifast vorið 2018 eða seinna tekið þátt. Hugmyndin er að verkefnið verði einingarbært á næstu 3 önnum og tengjast við frumkvöðlafræði á viðskipta og hagfræðilínu; það er þó ekki skilyrði að vera á þeirri línu í náminu. 7. nóvember fara 9-10 nemendur í vikuferð til Þrándheims í Noregi í tengslum við þetta verkefni og síðan verða farnar 2 ferðir í viðbót, báðar til Finnlands. Það fer eftir þátttöku hvort hver nemandi fer í eina ferð eða tvær. Nemendur í verkefninu þurfa líka að geta tekið á móti nemendum frá Noregi og Finnlandi í nóvember 2017.
Áhugasamir hafi samband við Ægi Sigurðsson aegirsig[hjá]fsu.is
Helga Hermannsson í tölvuþjónustunni í stofu 306b. hhm[hjá]fsu.is
eða Guðbjörgu Helgu Guðmundsdóttur helg[hjá]fsu.is fyrir lok þessarar viku.