Ráðstefna um Olweus
23.11.2009
Föstudaginn 20. nóvember var haldin ráðstefna í FSu um Olweusarverkefnið gegn einelti í skólanum. Auk starfsmanna skólans var fulltrúum nemenda og foreldra boðið til ráðstefnunnar. Örlygur Karlsson skólameistari setti ráðstefnuna og sagði frá aðdraganda verkefnisins, og verkefnisstjórarnir Þórunn Jóna Hauksdóttir og Agnes Ósk Snorradóttir lögðu línur fyrir framhaldið. Miðvikudaginn 25. nóvember verður til dæmis lögð könnun fyrir nemendur skólans til að afla upplýsinga um einelti í skólanum. Að loknum erindum var skipað í starfshópa sem vinna munu saman gegn einelti undir stjórn 10 hópstjóra og brugðið á leik til að efla starfsandann.