Rafrænn heimur - frábær eða hræðilegur?

Miðvikudaginn 30. október nk. kl. 20.00, mun Foreldraráð FSu standa fyrir fyrirlestri og fræðslu um netnotkun ungmenna.

Það er Guðberg Jónsson frá SAFT sem leiðir okkur um völundarhús Netsins. Guðberg mun koma inn á þá þætti sem við foreldrar höfum svo oft áhyggjur af þegar kemur að tölvunotkun ungmenna okkar.

Foreldraráð vill efla foreldrasamfélag Fjölbrautaskólans. Því betur sem foreldrar fylgjast með og taka þátt í skólastarfi ungmenna sinna því betri er árangur þeirra. Er það von okkar að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta.

Að loknum fyrirlestrinum verður aðalfundur foreldraráðs. Dagskrá lýkur um kl. 22:00.

Kaffiveitingar verða í boði skólans. Aðgangur er ókeypis!

 

Það skiptir máli að þú mætir!

Bestu kveðjur.

Stjórnin.