Rithöfundur í heimsókn
22.11.2018
Arnar Már Arngrímsson rithöfundur heimsótti FSu þriðjudaginn 6. nóvember. Hann spjallaði við þrjá námshópa í íslenskuáfanganum Mál og ritun sem höfðu nýlokið við að lesa Sölvasögu unglings, en fyrir þá sögu hlaut Arnar sem kunnugt er bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Nemendur í Skapandi skrifum fengu einnig að hlýða á höfundinn og fræðast um leyndardóma sköpunarinnar. Heimsóknin mæltist vel fyrir. Arnar Már upplýsti meðal annars í trúnaði að í aðalpersónunni Sölva væru ýmsir þræðir sem finna mætti í honum sjálfum. Svo er framhald sögunnar að koma út á nú fyrir jólin, Sölvasaga Daníelssonar.