Silfur í stuttmyndakeppni
03.04.2009
Fimmtudaginn 2. apríl tók hópur nema úr FSu þátt í Stuttmyndakeppni starfsbrauta framhaldsskólanna sem fram fór í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Myndir frá 6 skólum voru kynntar á hátíðinni og hreppti okkar fólk annað sætið í keppninni.
Úrslit urðu með eftirfarandi hætti:
Þriðja sæti deildu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. Í öðru sæti varð FSu eins og áður sagði, en okkar mynd nefndist Upp með hendur, niður með fætur. Sigurvegarar kvöldsins voru nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi með myndina Emil í Kattholti byrjar í Fjölbraut. Það voru þreyttir en ánægðir kvikmyndagerðarmenn sem komu austur fyrir fjall upp úr miðnætti.