Sjálfsmatsvinna
25.01.2009
Í fundatíma föstudaginn 23. janúar var haldið áfram vinnu við sjálfsmat skólans. Unnið er eftir skosku sjálfsmatskerfi sem nefnist "How good is our school". Byggist það meðal annars á því að settar eru fram fullyrðingar um starfsemina í stóru jafnt sem smáu og síðan reynt að meta hve vel skólinn stendur sig á hinum ýmsu sviðum.