Skólinn settur
23.08.2012
Skólasetning var með nýstárlegu sniði þessa önnina, en nemendur og starfsfólk hóf fyrsta skóladaginn á að arka út í Iðu, íþróttahús og hlusta á skólameistara setja skólann. Í setningu skólameistara kom fram hvatning til nemenda að nota tíma sinn vel, skemmta sér og vinna af kappi. Jafnframt kynnt hún þá ákvörðun stjórnenda að ekki verði busavígsla í skólanum í ár, heldur verða haldnir tónleikar á skólatíma fyrir nemendur og þeim boðið upp á hressingu.
Einnig var skrifað undir samstarfssamning milli skólans, fulltrúa Umfs og sveitarfélagsins Árborgar um starfsemi íþróttaakademía skólans, en þær eru fjórar talsins í handbolta, fimleikum, körfubolta og knattspyrnu.
Meðfylgjandi myndir tók Magnús Hlynur Hreiðarsson.