Tíminn og vatnið myndað úti um allan bæ
Það er vissulega ekki fyrirhafnarlaust að finna endanlegu merkingu Tímans og vatnsins eftir Stein Steinarr enda óvíst hvort það er yfir höfuð mögulegt. Það er hins vegar mun auðveldara að skynja ljóðið og upplifa það. Þessu hafa nemendur í ÍSL503 fengið að kynnast að undanförnu og hafa þeir nú túlkað ljóðið með ljósmynd. Nemendur fengu fullt listrænt frelsi til að miðla með linsunni þeim hughrifum sem ljóðið blés þeim í brjóst. Brot af þessum ljósmyndum nemenda hangir nú uppi á 1. hæð við bókasafnið. Marga rak í rogastans þegar fyrsti hluti Tímans og vatnsins kom út árið 1948 enda ruddi ljóðið nútímanum braut inn í ljóðagerð Íslendinga. Nú ríflega 60 árum seinna reka nemendur í FSu í rogastans. Kennarar í ÍSL503 eru þau Jón Özur, Elín Una og Rósa Marta.
Hér eru nokkrir nemenda í áfanganum fyrir framan ljósmyndir sínar ásamt kennara. Myndirnar má skoða í skólanum, en þær hanga upp á vegg á ganginum við bókasafnið.