Trékallar funda
07.12.2009
Fimmtudaginn 3. desember funduðu trékallar úr systurskólunum þremur, þ.e. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Vesturlands og FSu, hér í skólanum. Rætt var um nýja námskrá og þrepaskiptingu námsins í samræmi við lærdómsviðmið ráðuneytisins í fagbóklegum og verklegum greinum í húsasmíði. Einnig var ákveðið að samræma kennslu og kennslugögn í auknum mæli milli skólanna.