Ungmennahúsið kynnt
03.02.2009
Á kennarafundi föstudaginn 30. janúar kynnti Magnús Matthíasson starfsemi ungmennahúss í Árborg sem formlega var opnað í Pakkhúsinu 1. desember. Ungmennahúsið er einkum ætlað fólki á aldrinum 16-25 ára. Dagskráin þessar fyrstu vikur hefur meðal annars boðið upp á bolta í beinni, sígildar kvikmyndir, stuttmyndasamkeppni, púl og mömmumorgna. Í bígerð er að koma upp æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir, halda tónleikaröð og menningarhátíðina Drepstokk í lok mars. Í meginatriðum byggir þó starf ungmennahússins á frumkvæði unga fólksins sjálfs.