Vel heppnað málþing
22.11.2012
Í lok október var haldið fjölmennt málþing um grunnþætti nýrra námskráa í leik- grunn- og framhaldsskólum. Að málþinginu stóðu auk FSu, Skólaskrifstofa Suðurlands og Sveitarfélagið Árborg. Um 400 manns af öllum skólastigunum þremur sóttu þingið. Málþingið byrjaði á ávarpi fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis, svo tóku við fjórar kveikjur, erindi um ólík viðfangsefni tengd grunnþáttunum og því næst héldu fundargestir í málstofur þar sem grunnþættirnir voru ræddir útfrá mismunandi forsendum.