Vistheimt við Þjófafossa
Þann 5. október síðastliðinn fóru nokkrir nemendur (18) ásamt einum kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands upp undir Búrfell og hófu vinnu við vistheimtarverkefni í samstarfi við Landvernd og Hekluskóga. Vistheimt gengur út á endurheimta vistkerfi á örfoka landi, sjá nánari upplýsingar um verkefnið á https://landvernd.is/vistheimtarverkefni og um Hekluskóga á https://hekluskogar.is/. FSu hefur fengið úthlutað svæði til uppgræðslu í Merkurhrauni nærri Þjófafossum við Búrfell, Landi. Það var kalt en fallegt veður þegar svæðið var heimsótt í fyrsta skipti. Við gengum vasklega til verks og plöntuðum um 5600 birkiplöntum og gerðum gróðurmælingar. Frábær dagur og verst að það voru ekki fleiri nemendur sem sýndu þessu verkefni áhuga og slógust með í hópinn, en þeir sem fóru með muna vonandi eftir þessum degi ævilangt! Það verður magnað að planta meira birki þarna og taka þátt í uppgræðslu, ásamt því að fylgjast með og skrásetja árangurinn af þessu starfi á næstu árum. Kennari er Ólafur Einarsson.