Pípulagnabraut - PÍP
Pípulagnabraut - pípulagningamaður - hæfniþrep 3
Pípulagningamaður býr yfir hæfni til að vinna sjálfstætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Hann þekkir helstu eiginleika og verkan efna og tækja og getur valið þau eftir verkefnum. Pípulagningamaður getur lagt vatnshitakerfi og neysluvatnskerfi innanhúss og ýmis sérhæfð lagnakerfi, lagt frárennsliskerfi innanhúss og í jörðu, sett upp og tengt hreinlætis- og heimilistæki og sett upp og stillt búnað í tækjaklefum. Pípulagningamaður getur annast viðhald og viðgerðir á lagnakerfum og búnaði tengdum þeim. Hann getur leiðbeint húseigendum um val á efnum í nýbyggingum og við viðhald. Pípulagnir er löggilt iðngrein. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.
Röðun í byrjunaráfanga í kjarnagreinum og dönsku tekur mið af hæfnieinkunn úr grunnskóla og til að hefja nám á öðru hæfniþrepi þarf einkunn B eða hærra. Nánari leiðbeiningar um inntökuskilyrði og röðun í kjarnaáfanga.
Starfsþjálfun á vinnustað er mikilvægur hluti náms og miðar að því að búa nemendur undir að standast kröfur greinarinnar sem eru tilgreindar í hæfniviðmiðum námsbrautarinnar. Starfsþjálfun á vinnustað er 96 vikur eða 160 einingar og fer fram á tímabilum sem nemandi ákveður í samráði við sinn iðnmeistara að henti til að vinna samningstímann. Tilgangur starfsþjálfunar er að nemandinn þjálfi sem best þá færni sem hann tileinkaði sér í skólanáminu og bæti við þeim verkþáttum sem skólinn hefur ekki aðstöðu til.
Faggreinar pípulagnabrautar | ||||
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | einingar |
áætlun og gæðastjórnun | ÁÆST2SA05 | 5 | ||
efnisfræði | EFRÆ1MI05 | 5 | ||
endurlagnir og viðgerðir | ENVI2PL05 | 5 | ||
frárennsliskerfi | FRKE2PL05 | 5 | ||
grunnteikning | GRTE1FA05 | 5 | ||
hitakerfi | HITA2PL05 | 5 | ||
hreinlætistæki | HREI2PL05 | 5 | ||
logsuða | LOGS1UM05 | 5 | ||
lokaverkefni | LOKA3LP05 | 5 | ||
neysluvatnskerfi | NEYS2PL05 | 5 | ||
plastsuða | PLSU2PS05 | 5 | ||
rafmagnsfræði | RAFM1GR05 | 5 | ||
sérhæfð lagnakerfi | SÉLA3PL05 | 5 | ||
stýringar og tæknibúnaður | SOGT3PL05 | 5 | ||
skyndihjálp | SKYN2HJ01 | 1 | ||
teikningar og verklýsing | TEIP2PL05 | TEIP3PL05 TEIP3PR05 | 15 | |
verktækni | VGRT1GA05 | 5 | ||
starfsþjálfun | STAP2PL30 | STAP3PL30 | 60 | |
25 | 71 | 55 | 151 (þar af 60 eininga starfsþjálfun) | |
Almennar greinar | ||||
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | einingar |
íslenska | ÍSLE2OS05 | 5 | ||
íþróttir | ÍÞRÓ1ÞH03 | ÍÞRÓ2ÞL03 | 6 | |
3 | 8 | 11 | ||
*Hæfnieinkunn C, C+, 10 ein: STÆR1AJ05, STÆR2RU05. Hæfnieinkunn B og B+ 5 ein: STÆR2AR | ||||
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | einingar |
stærðfræði | STÆR1AJ05 | STÆR2RU05 | ||
STÆR2AR05 | ||||
5 | 5 | 5-10 | ||
* Hæfnieinkunn B, 5 ein: ENSK2HB05 eða Hæfnieinkunn B+, A, 5 ein: ENSK2OL05 | ||||
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | einingar |
enska | ENSK2HB05 | |||
ENSK2OL05 | ||||
5 | 5 | |||
Samtals einingar | 172-177 |