Ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar leiðbeina um allt sem viðkemur námi, náms- og starfsvali og persónulegum málum.   Áfangastjóri sér um skipulag á áföngum og býr til stundatöflu, auk þess sem hann aðstoðar nemendur með val.  Áfangastjóri er nemendum til leiðbeiningar um námsferilinn í gegnum námið, hvaða áfanga þarf að taka og í hvaða röð.  
Tölvuþjónustan aðstoðar við flest sem tengist tölvukerfinu og getur hjálpað við að tengja tölvur við netkerfi skólans auk þess að aðstoða við smávægileg vandamál sem geta komið upp í tölvum starfsfólks og nemenda.   
Skrifstofan aðstoðar síðan nemendur við margvísleg vandamál sem geta komið upp í lífi og starfi.  

Síðast uppfært 05. september 2024