Aðalfundur 2012
Foreldraráð Fjölbrautarskóla Suðurlands
Aðalfundur foreldraráðs Fjölbrautarskóla Suðurlands haldinn í sal Fjölbrautarskólans fimmtudaginn
27. September 2012 og hófst kl. 20:00
Í kringum 30 manns voru mætt á fundinn.
Svanhvít Hermannsdóttir setti fundinn og kynnti stjórn félagsins.
1) Skýrsla stjórnar:
Stjórn Foreldrafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur fundað fjórum sinnum frá síðasta aðalfundi.
Stjórnin hitti skólastjórnendur tvisvar á tímabilinu. Foreldrafélagið á einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi í skólanefnd og þannig verður til tenging milli foreldrafélagsins og skólanefndarinnar.
Hlutverk foreldrafélagsins er samkvæmt lögum nr. 92 frá 12 júni 2008 að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda.
Félagsmenn eru sjálfkrafa allir foreldrar og aðrir forráðamenn ólögráða nemenda skólans.
Félagsmenn eru sjálfkrafa allir foreldrar og aðrir forráðamenn ólögráða nemenda skólans.
Foreldrafélagið hefur rætt ýmislegt sem það telur falla undir hagsmunamál nemenda. Svo má velta því fyrir sér hvað eru hagsmunamál nemenda og ekki er víst að allir sjái það með sömu gleraugunum.
Margsinnis hefur verið rætt innan foreldrafélagsins hvernig auka má tengingu milli skólans og heimila.
Reikna má með að með meiri samskiptum þá verði foreldrar/forráðamenn meðvitaðri um nám barna sinni og geti frekar veitt stuðning og hvatningu.
Foreldrafélagið hefur rætt mikilvægi þess að upplýsingagjöf og samskipti milli foreldra og skólans verði aukin og þannig minnki þessi skörpu skil sem eru á milli skólastiga. Og það séu hagsmunir nemenda til lengri tíma litið að foreldrar séu meðvitaðir um skólastarfið.
Aðeins hefur verið rætt um skólaböllin, vitum við hvernig þau fara fram? Skólaböllin hafa verið rædd í ljósi þess að að hluta til eru þetta ólögráða nemendur sem
sækja umrædda dansleiki.
Foreldrarélagið hefur fjallað um málefni sem við teljum snerta hag nemenda og má þar nefna mætingareglur, bókalistana til nemenda og mötuneytið.
Það er stutt hefð fyrir foreldrastarfi við framhaldsskóla og til dæmis hafði ég ekki hugmynd um að þetta félag væri til þegar ég var beðin að koma í stjórn þess fyrir tveim árum.
En ég vil hvetja foreldra fjölbrautaskólanema að taka þátt í starfi félagsins og kynnast þannig betur því starfi sem fer fram innan skólans.
Að því að mér skilst þá eru tvær stöður lausar í stjórninni sem verður kosið til hér á eftir og ég vil hvetja foreldra til að gefa sig fram í stjórn.
Félagið hefur ekki fjárreiður svo þetta snýst ekki um fjáraflanir. Heldur er þetta kjörið tækifæri til að kynnast starfi skólans.
Sérstaklega höfða ég til foreldra þeirra barna sem koma lengra að, það hefur vantað fulltrúa úr Rangárvallasýslu og Uppsveitunum. Foreldraráð Fjölbrautarskóla Suðurlands
Það eru væntanlega öðruvísi hagsmunir sem þar um ræðir heldur en hjá þeim sem búa hér í nágrenni skólans.
Ég hætti nú í stjórninni og vil ég koma á framfæri þökkum til samstarfsfólks míns innan stjórnar svo og til skólastjórnenda Fjölbrautaskólans.
2) Ársreikningar lagðir fram.
Þar sem enginn ársreikningur liggur fyrir fellur þessi liður út.
3) Breytingar á lögum félagsins:
Lagðar fram breytingar á lögum félagsins:
- Að breyting verði á heiti þar sem stendur: Lög Foreldrafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands) komi: Starfsreglur og lög foreldraráðs Fjölbrautaskóla Suðurlands
- Að breyting verði gerð á 1. grein laganna þar sem stendur: Félagið heitir Foreldrafélag Fjölbrautarskóla Suðurlands, Foreldrafélag FSU, verði í staðinn : Félagið heitir Foreldraráð Fjölbrautarskóla Suðurlands.
- Að breyting verði gerð á 4. grein laganna þannig að í grein b) falli út seinni hluti, c liður falli út og g liður falli út, þ.e. að felldir verði út skoðunarmenn og gjaldkeri. Rökstuðningur: Félagið hefur engin fjárráð og leggur því ekki fram ársreikning.
- Að bætt verði inní grein 4. Stjórn, þar sem stendur: Á aðalfundi skal kjósa fimm manna aðalstjórn og eru annað árið kosnir tveir stjórnarmenn og hitt árið þrír. Auk þess skal kjós tvo í stað þrjá.... Síðan bætist við: Varamenn færast upp sem aðalmenn og kosnir eru nýir varamenn.
-
Að bætt verði inní lögin:
Tilgangur, markmið og leiðir
Tilgangur félagsins er að styðja við og stuðla að auknum gæðum skólastarfsins og leitast við að bæta jafnframt almenn skilyrði og aðstæður einstakra nemenda til menntunar og almenns þroska í samstarfi við skólann.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því meðal annars að:
- Stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
- Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna sem starfar í fullu samráði við stjórn skólans og nemendaráð.
- Auka sýnileika og nánd foreldra/forráðamanna sem veiti yfirvöldum, skólastjórnendum, kennurum og nemendum stuðning í skólastarfinu.
- Koma á, efla og tryggja gott samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks skólans.
- Hvetja til aukins stuðning og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra.
- Vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
- Standa vörð um réttindi nemenda til menntunar og farsæls þroska.Foreldraráð Fjölbrautarskóla Suðurlands
6. Grein falli út, en þar stendur:
Reikningstímabil og fjárhagsár félagsins er frá 1. sept. til 31. ágúst ár hvert. Gjaldkeri félagsins hefur
yfirumsjón með fjármunum félagsins og skal halda sérstakt bókhald fyrir það. Öll útgjöld úr sjóðnum
skulu hljóta samþykki einfalds meirihluta stjórnar Foreldrafélags FSu.
Tillögurnar lagðar fram og samþykktar samhljóða.
4) Kosning í stjórn félagsins.
Kristbjörg Bjarnadóttir, Hafdís Sigurðardóttir og Svanhvít Hermannsdóttir hætta störfum.
Áfram halda Birna Guðrún Jónsdóttir, Hjalti Tómasson, Ragnhildur Thorlacius, Silja Dröfn
Sæmundsdóttir og Sigþrúður Harðardóttir. Sigþrúður Harðardóttir var einróma kosin
formaður félagsins. Nýjir varamenn koma inn: Lúðvík Bergman og Þorvaldur Gunnarsson.
5) Önnur mál.
- Sigþrúður Harðardóttir nýkjörin formaður ávarpaði fundinn.
-
Stungið var uppá að stofnuð yrði facebook síða fyrir félagið og linkur settur á heimasíðu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hafdís Sigurðardóttir