Aðalfundur 2014
Foreldraráð Fjölbrautaskóla Suðurlands 2014-2015
Aðalfundur foreldraráðs Fjölbrautaskóla Suðurlands (samhliða fræðsluerindi frá frá Rannsókn og greiningu, ásamt erindi um forvarnastefnu FSu) haldinn í sal Fjölbrautaskólans þriðjudaginn 14. október 2013 og hófst kl. 20:05.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um störf og starfsemi.
2. Lagabreytingar.
3. Kosning tveggja fulltrúa í stjórn.
4. Önnur mál.
Um 18 manns voru mættir til fundar.
Gengið var til dagskrár:
Skólameistari, Olga Lísa Garðarsdóttir, setti fund, kynnti dagskrá og bauð formann foreldraráðs, Sigþrúði Harðardóttur, velkomna til pontu. Sigþrúður Harðardóttir kynnti stjórn félagsins og tilnefndi Þorvald H. Gunnarsson sem fundarritara. Var það samþykkt.
Því næst flutti Sigþrúður skýrslu stjórnar fyrir skólaárið 2013-2014.
1. Skýrsla stjórnar: Stjórn Foreldraráðs Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur fundað fjórum sinnum frá síðasta aðalfundi en auk þess haft mikil samskipti gegnum tölvupóst. Skólameistari sat alla fundi ráðsins að hluta til eða öllu og félagsmála- og forvarnarfulltrúi sat einn fund.
Foreldraráð á samkvæmt lögum félagsins einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi í skólanefnd en þannig verður til tenging milli foreldrafélagsins og skólanefndarinnar. Formaður sat einn sólanefndarfund á árinu. Hlutverk foreldraráðs er samkvæmt lögum nr. 92 frá 12. júni 2008 að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann að efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda. Félagsmenn eru sjálfkrafa allir foreldrar og aðrir forráðamenn ólögráða nemenda skólans. Foreldrafélagið hefur rætt ýmislegt sem það telur falla undir hagsmunamál nemenda og tekið afstöðu til málefna sem upp hafa komið í skólanum. Margsinnis hefur verið rætt innan foreldraráðsins hvernig auka megi tengingu milli skólans og heimilanna.
Ráðið er þess fullvisst að með meiri samskiptum þá verði foreldrar/forráðamenn meðvitaðri um nám barna sinni og geti frekar veitt stuðning og hvatningu. Foreldrafélagið hefur rætt mikilvægi þess að upplýsingagjöf og samskipti milli foreldra og skólans verði aukin og það séu hagsmunir nemenda til lengri tíma litið að foreldrar séu meðvitaðir um skólastarfið. Í þessum tilgangi útbjó Foreldraráð ,,gátlista“ fyrir síðasta aðalfund, þar sem fram kemur það helsta sem skiptir máli fyrir foreldra að vita varðandi skólann, félagslífið og starfsemina. Þessi listi eða handbók er nú gefinn út í annað sinn
Ráðið er þess fullvisst að með meiri samskiptum þá verði foreldrar/forráðamenn meðvitaðri um nám barna sinni og geti frekar veitt stuðning og hvatningu. Foreldrafélagið hefur rætt mikilvægi þess að upplýsingagjöf og samskipti milli foreldra og skólans verði aukin og það séu hagsmunir nemenda til lengri tíma litið að foreldrar séu meðvitaðir um skólastarfið. Í þessum tilgangi útbjó Foreldraráð ,,gátlista“ fyrir síðasta aðalfund, þar sem fram kemur það helsta sem skiptir máli fyrir foreldra að vita varðandi skólann, félagslífið og starfsemina. Þessi listi eða handbók er nú gefinn út í annað sinn
og verður afhentur á fundinum, auk þess sem hann er birtur í heild sinni á heimasíðu skólans.
Talsvert hefur verið rætt um skólaböllin og í haust var framhaldið því sem byrjað var á í fyrra, að foreldrar komið að böllunum með því að vera með fulltrúa á staðnum. Er það von okkar að þetta samstarf eigi eftir að vaxa og verða sjálfsagður hluti af skemmtanahaldi skólans. Þess má geta að þeir foreldrar sem hafa verið með í þessu verkefni eru afar ánægðir og telja mikilvægt fyrir krakkana að finna að foreldrum er ekki sama og láta sig málin varða. Foreldraráð hvetur þá foreldra sem hér eru til að gefa kost á sér á ballvakt – en starfið snýst um að taka á móti krökkunum þegar þeir mæta á staðinn og vera til staðar fram að miðnætti eða svo. Foreldraráð hefur á þessu ári fjallað um málefni sem við teljum snerta hag nemenda og má þar nefna nýjar mætingareglur, mötuneytið, samgöngumálin, brotthvarf, félagslíf og valdaga. Foreldraráð sendi einnig frá sér ályktun í mars sl. þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum yfir því ástandi sem ríkti þegar verkfall framhaldsskólakennara stóð sem hæst á síðasta skólaári.
Stærsta verkefni ráðsins á starfsárinu var að standa fyrir könnun meðal foreldra varðandi hlutverk foreldraráðs. Það var Eyrún Magnúsdóttir félagsfræðikennari við FSu sem tók að sér að útbúa könnunina út frá okkar hugmyndum og var uppsetning og úrvinnsla í höndum nemenda á félagsfræðibraut. Þátttaka var ágæt og margt góðra upplýsinga sem fram kom í svörum foreldra. Næsta starfsár fer í frekari úrvinnslu niðurstaðna, auk þess sem hugmynd hefur komið upp um að gera samsvarandi könnun meðal nemenda. Foreldraráð hefur fengið netfang, þar sem foreldrar fá tkifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og/eða koma með tillögur varðandi starfið. Netfangið er foreldrarad@fsu.is. Ráðið hefur einnig stofnað facebook-síðu sem heitir einfaldlega ,,Foreldrar í FSu“.
Á dagskrá þessa fundar er kosning í foreldraráð. Þrír fulltrúar hafa ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Sjálf mun ég stíga til hliðar eftir tveggja ára lærdómsríka og ánægjulega formennsku í foreldraráði. Enn vantar tvo fulltrúa í ráðið og hvet ég ykkur til að taka þátt í starfinu. Félagið hefur ekki fjárreiður svo þetta snýst ekki um fjáraflanir, heldur er þetta kjörið tækifæri til að kynnast starfi skólans og vinna með áhugasömu og skemmtilegu fólki að mikilvægum málefnum. Það er afar mikilvægt að stjórnarmenn komi af öllum svæðum skólahverfis Fjölbrautaskólans því hagsmunir nemenda eru ólíkir eftir því hvar þeir búa.
Að lokum við ég þakka fráfarandi stjórn fyrir samstarfið og óska nýju foreldraráði velfarnaðar í störfum sínum.
Sigþrúður Harðardóttir, formaður.
Umræður um skýrslu stjórnar. Engar umræður urðu og telst skýrslan því samþykkt. Olga Lísa þakkaði Sigþrúði fyrir vel unnin störf í þágu Foreldraráðs FSu.
2. Breytingar á lögum foreldraráðs: – engar breytingar voru lagðar til.
3. Kosningar í stjórn: Sigþrúður Harðardóttir stígur nú til hliðar sem formaður foreldraráðs og Lúðvík Bergmann óskaði eftir lausn frá embætti sem aðalmaður í ráðinu.
Þrír núverandi fulltrúar bjóða sig áfram fram til setu, þau Kristín, Elín og Þorvaldur. Elín bauð sig einnig fram til formanns og var það samþykkt með lófataki. Tveir foreldrar gáfu kost á sér á fundinum til setu í ráðinu en það eru þau Ásdís Sigríður Björnsdóttir og Björn Harðarson. Var það einróma samþykkt. Ráðið er þá fullmannað hvað aðalmenn varðar en engir á fundinum gáfu kost á sér sem varamenn.
4. Önnur mál: Fyrirspurn úr sal varðandi skólaböll og foreldragæslu. Olga Lísa útskýrði fyrirkomulag ballgæslu og aðkomu foreldra að henni, en um móttöku er frekar að ræða þ.e. frá því að nemendur mæta á böllin og þangað til að húsinu er lokað (frá kl. 21-23). Foreldrar taka þannig ekki þátt í eiginlegri gæslu, sem er á höndum sérstakra starfsmanna.
Fleira ekki gert og Olga sleit fundi um kl. 20.30. Fyrirlesari Rannsóknar og greiningar, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, tók við. Hún kynnti helstu niðurstöður könnunarinnar ,,Ungt fólk 2013 - framhaldsskólar”.
Því næst var boðið upp á kaffi og með því og í lokin kynnti Guðfinna Gunnarsdóttir, kennari við FSu, forvarnastefnu FSu. Fyrir liggur að uppfæra hana á vef skólans en ný samræmd forvarnarstefna allra framhaldsskóla landsins var samin og samþykkt sl. vor. Hún byggir ekki sýst á því góða starfi sem byggst hefur upp á nokkrum árum í FSu. En FSu var fyrsti framhaldsskólinn til að taka upp skipulagða eineltisstefnu og áæltun sem enn er unnið eftir.
Þess má geta að erindi Margrétar var tekið upp og verður það gert aðgengilegt á heimasíðu FSu.
Fundarritari: Þorvaldur H. Gunnarsson.